þriðjudagur, 16. desember 2014

Súkkulaði jólahlunkar

2 dl. mjúkt smjör
4 dl. púðursykur
2 egg
1 tsk. vanilludropar
5 dl. hveiti
1 tsk. matarsóti
1 tsk. salt
300 gr. síríus suðusúkkulaði konsum, eða hvítt súkkulaði og hnetur, appelsínusúkkulaði

Hrærið smjörið og púðursykurinn vel saman og bætið eggjunum út í einu í senn ásamt vanilludropunum. Blandið þurrefnunum saman í skál og bætið þeim og gróft brytjuðu súkkulaðinu saman við smjörblönduna. Setjið deigið með matskeið á bökunarplötu,  hafið gott bil á milli. Bakið við 190 gráður í u.þ.b. 13 mín. (ca. 35 stk.)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli