föstudagur, 2. janúar 2015

Piparkökurnar hennar Ebbu

4 dl speltmjöl gróft
4 dl speltmjöl fínt
2 dl pálmasykur/palmyra jaggery/hrásykur/erýtrítol með stevíu -lífrænt (eða bland af þessu)
2 tsk engifer
4 tsk kanill
2 tsk negull
1/4 tsk pipar
3 tsk vínsteinslyftiduft
Blandið þessu saman í skál og bætið við:
180 g smjör (mjúkt - gott að láta standa á borði í smástund svo það mýkist)
0,75-1 dl mjólk að eigin vali (byrjið með hálfan)
1/2 dl hlynsýróp eða dökkt agave, lífrænt
½ dl volgt vatn ef þarf
  • Hitið ofninn í 180°C.
  • Blandið fyrst þurrefnunum saman og hnoðið svo vökvanum saman við í deig. Bætið við mjólk, vatni eða smjöri ef deigið er of þurrt.
  • Þolinmæði á við hér, þetta tekst!
  • Fletjið deigið út í litlum pörtum (ekki of þunnt og ekki of þykkt). Gott er að nota smávegis fínt spelt til þess að það festist ekki við borðið. Stingið út kökur, raðið á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið við 180°C í um 10-12 mínútur.

þriðjudagur, 16. desember 2014

Súkkulaði jólahlunkar

2 dl. mjúkt smjör
4 dl. púðursykur
2 egg
1 tsk. vanilludropar
5 dl. hveiti
1 tsk. matarsóti
1 tsk. salt
300 gr. síríus suðusúkkulaði konsum, eða hvítt súkkulaði og hnetur, appelsínusúkkulaði

Hrærið smjörið og púðursykurinn vel saman og bætið eggjunum út í einu í senn ásamt vanilludropunum. Blandið þurrefnunum saman í skál og bætið þeim og gróft brytjuðu súkkulaðinu saman við smjörblönduna. Setjið deigið með matskeið á bökunarplötu,  hafið gott bil á milli. Bakið við 190 gráður í u.þ.b. 13 mín. (ca. 35 stk.)